Kristján Krossdal


Léttur í lauginni...          
          ... ekki á tauginni :)

Sjáðu hvað ég geri

Vinnan

Verkefni innan fyrirtækisins

Ég hef verið að vinna að skráningarkerfinu Sarpi (sem er í eigu Rekstrarfélags Sarps) síðan ég hóf störf í apríl 2012. Megin markmið Sarps er að varðveita heimildarsöfn og menningarsögulegar upplýsingar ýmissa safna á íslandi.

Gæluverkefni

Skotvellir.is

Í frístundum hef ég verið að vinna að þessari síðu. Hún á að sjá til þess að skotíþróttafólk sjái upplýsingar um skotfélög. Staðsetningu þeirra, opnunartíma, verðskrá o.þ.h.

Vaskur.is

Tók að mér að gera síðu fyrir fyrirtækið Vask. Grunnupplýsingar fyrirtækisins er hægt að nálgast á síðunni en svo fara allar uppfærslur hjá fyrirtækinu fram á facebook.

Ormurinn.is

Gerði síðu fyrir Gistiheimilið Orminn á Egilsstöðum. Hún er sérstaklega hönnuð með það í huga að vera læsileg á spjaldtölvum og símum.

Um mig

Í dag vinn ég sem tölvunarfræðingur og hef gert tæp tvö síðustu ár. Fram að því vann ég við vegagerð á sumrin og áður en ég hóf nám. Ég útskrifaðist frá Háskólanum í Reykjavík vorið 2011 með BSc í tölvunarfræði. Þá hóf ég strax störf hjá Friðriki Skúlasyni og starfaði þar í eitt ár, en lokaverkefni mitt í tölvunarfræði var unnið í samstarfi við það fyrirtæki. Vorið 2012 flutti ég ásamt kærstunni minni á Akureyri og bíðum við spennt eftir frumburðinum sem lítur dagsins ljós með vorinu.